Ivan Juarez nýr lektor í landslagsarkitektúr
Dr. Ivan Juarez hefur verið ráðinn sem lektor í landslagsarkitektúr við deild Skipulags og hönnunar. Ivan er landslagsarkitekt, með doktorspróf í listfræðum og hefur m.a. unnið á sviðum umhverfishönnunar og borgarvistfræði.
Ivan útskrifaðist doktorsgráðu í Fine Arts og Art Conservation frá Academy of Art and Design í Wrocław, Póllandi. Þá er hann með meistaragráðu í landslagsarkitektúr frá Corvinus University í Budapest, Postgraduate Diploma í landslagsarkitekúr frá Barcelona School of Architecture ETSAB, Polytechnic University of Catalonia (UPC) Barcelona og BA gráðu í arkitektúr frá University of San Luis Potosi (UASLP) í Mexico.
Ivan býr á Hvanneyri og hefur þegar hafið störf. Við bjóðum Ivan innilega velkomin til starfa!