Fáni Úkraníu

Íslenskir háskólar lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Íslenskir háskólar lýsa yfir stuðningi við Úkraínu.

Samstarfsnefnd háskólastigsins á Íslandi, sem mynduð er af rektorum allra íslensku háskólanna, fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu. Samstarfsnefndin lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Hugur nefndarinnar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna átakanna og hjá þeim sem á flótta eru.

Háskólar á Íslandi leggja þunga áherslu á og standa vörð um akademískt frelsi, mannréttindi, lýðræði og tjáningarfrelsi.

Íslenskir háskólar munu fylgjast náið með framvindu mála og bregðast við eftir því sem málin þróast. Háskólarnir munu vinna með stjórnvöldum varðandi mögulegar leiðir til að koma til móts við nemendur og starfsfólk úkraínskra háskóla sem þurfa að flýja stríðsátök og leita hingað til lands.

Háskólarnir munu jafnframt huga sérstaklega að starfsfólki og nemendum sínum frá Úkraínu og Rússlandi, og þeim sem eiga þar skyldfólk og ástvini.

--

Icelandic universities express support for Ukraine The Icelandic Rectors' Conference strongly condemns the Russian invasion of Ukraine.

The Rectors' Conference expresses its solidarity with university students and staff of Ukrainian universities, as well as the entire nation. The committee's thoughts are with all those suffering as a result of the conflict, as well as those forced to flee.

Universities in Iceland place high value on and protect academic freedom, human rights, democracy and freedom of expression.

Icelandic universities will keep a close eye on developments and respond as they unfold. The universities will work with the Icelandic government to explore options for accommodating Ukrainian students and staff who need to flee the conflict and seek refuge in Iceland.

The universities will also pay special attention to supporting their staff and students from Ukraine and Russia, as well as those who have relatives or loved ones there.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image