Íbúafundur um málefni háskólanna í Borgarbyggð

Í gærkvöldi (21.11.) var efnt til íbúafundar um málefni háskólanna í Borgarbyggð. Í lok fundar var samþykkt ályktun þar sem segir: „Íbúafundur haldinn í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi  fimmtudaginn 21. nóvember 2013 skorar á ríkisstjórn Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra að standa vörð um starfsemi Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands og leita allra leiða til að efla starfsemi þeirra frekar.“

Fundinn sóttu um 200 manns. Illugi Gunnarson, mennta- og menningarmálaráðherra, var viðstaddur fundinn og ávarpaði hann og svaraði spurningum fundarmanna.  Framsöguerindi  fluttu Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar, Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst, Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála Landbúnaðaráskóla Íslands, Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV og Helena Guttormsdóttir brautastjóri Umhverfisskipulagsbrautar LbhÍ. 

Fram kom í ávarpi Illuga Gunnarssonar að hann vill efla hlut vísinda- og háskólastarfs í landinu í takt við alþjóðlegu kröfur. Þá þyrfti að finna leiðir til að nýta betur fjármuni hins opinbera. Einnig sagði Illugi að smæð LbhÍ gerði það að verkum að skólinn gæti ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi sem háskóli. Illugi sagði að fullt samráð yrði haft við heimamenn og hagsmunaaðila.

Háskóli Íslands

Í ályktuninn  segir ennfremur: „Það er ljóst að sá niðurskurður í fjárveitingum til starfsemi skólanna sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 mun leiða til samdráttar í starfi þeirra.    Fundurinn leggur þunga áherslu á að skólunum verð tryggt fjármagn til þess að þeir geti staðið undir hlutverkum sínum. 

Landbúnaðarháskóli Íslands varð til árið 2005 við sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskólans á Reykjum. Íbúafundurinn leggur áherslu á að stjórnvöld heimili skólanum að ljúka þeirri sameiningu og tryggi þannig rekstrargrundvöll skólans til framtíðar.  

Fundurinn varar eindregið við þeim hugmyndum að sameina háskóla á landsbyggðinni háskólum á höfuðborgarsvæðinu og auka þannig miðstýringu háskólanáms hér á landi.  Tryggja þarf rekstrargrundvöll og sjálfstæði Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Íbúafundurinn ítrekar mikilvægi þess að stjórnvöld hafi samráð við sveitarstjórn Borgarbyggðar og atvinnuvegina þegar kemur að því að taka ákvörðun um starfsemi háskólanna í héraðinu  enda hefur sveitarfélagið lagt mikið af mörkum til uppbyggingar á þjónustu fyrir nemendur skólanna.

Háskólarnir í Borgarbyggð hafa undanfarin áratug verið einn helsti vaxtabroddurinn í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Borgarbyggð og á Vesturlandi öllu. Öflug starfsemi skólanna skapar sóknarfæri fyrir allt Vesturland, því skiptir afar miklu máli að stjórnvöld standi vörð um starfsemi þeirra og tryggi þeim fjármagn til að þess að þeir geti sinnt sínu hlutverki,“ sagði í ályktun fundarins.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image