Hvanneyrarhátíð var haldin í blíðskapar verðri og setti Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor LbhÍ hátíðina og minntist tímamóta hjá skólanum en 130 ár eru síðan fyrsti nemandinn hóf búnaðarfræðslu við á Hvanneyri. Fleiri tímamót eru hjá skólanum í ár en 80 ár eru síðan kennsla í garðyrkju hófst á Reykjum og var þeirra tímamóta minnst á sumardaginn fyrsta s.l. þar sem Grétar J. Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Reykjum var heiðraður. Þá eru einnig 70 ár frá brautskráninigu fyrstu kandidata úr framhaldsnámi (síðar búvísindadeild) og 15 ár síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður í núverandi mynd.
Í tilefni tímamótanna var fyrrverandi rektorum og skólameisturum á Hvanneyri boðið að koma og þeim gefnar íslenskar tráplöntur af úrvalsyrki sem valið er af Yndisgróðri og ræktað hjá gróðrarstöðinni Mörk. Yndisgróður er verkefni undir LbhÍ sem gengur út á að skilgreina, flokka, rannsaka og miðla upplýsingum um garða- og landslagsplöntur með það að leiðarljósi að varðveita og koma á markað gömlum klónum garð- og landslagsplantna sem hafa verið valdir til áframhaldandi ræktunar með hliðsjón af þrifum þeirra við íslenskar aðstæður. Jafnframt er unnið að því að prófa ný vænleg yrki sem falla að eftirspurn hverju sinni.
Fleiri fögnuðu tímamótum við þetta tilefni en 70 ár eru frá því að fyrstu dráttarvélarnar af Fergusonkyni komu til landsins. Bjarni Guðmundsson fór yfir sögu þeirra hér og byltingunni sem þær ollu í sveitum landsins og lýsti á skemmtilegan hátt.
Margt var um mannin og fjölbreytt dagskrá í boði og má þar nefna sýningu á Ferguson dráttarvélum frá ýmsum tímum. Jötunn vélar sýndu nýjustu vélarnar og buðu uppá tertu í tilefni afmælisins. Ferðir voru Hvanneyrarfjós. Kvenfélagið 19. júní var með kaffisölu, götugrill við pöbbinn og kaffihúsið Skemman opin. Sýning á prjónuðum peysum kvenfélagskvenna var í Frúargarðinum við Skólastjórahúsið og þar inni var ljósmyndasýning barna. Guðmundur Hallgrímsson stóð fyrir traktorafimi og var þar keyrt af kappi. Tæki til jarðræktarrannsókna voru til sýnis og hægt var að skoða gróðurhúsið, Yndisgarðinn og býflugur að störfum ásamt því að Ásgarður, aðalbygging LbhÍ var opin gestum og gangandi. Þar mátti sjá gömul nemendaspjöld og efni tengt námi í skólanum í gegnum tíðina. Á Hvanneyrartorfunni var svo hægt að skoða Landbúnaðarsafn Íslands, Ullarselið og gestastofu friðlands fugla í Andakíl ásamt því að matar og handverksmarkaður var í Íþróttahöllinni. Lokahnykkurinn voru svo tónleikar með KK á pöbbnum um kvöldið.
Dagurinn heppnaðist vel og er áætlað að yfir 2000 manns hafi sótt staðinn heim og þökkum við öllum þeim sem lögðu leið sína á Hvanneyri fyrir komuna og öllum þeim sem stóðu að henni og lögðu hönd á plóg.