Vistmenning / vistrækt

Viltu læra að tileinka þér hugmyndafræði vistmenningar/vistræktar  og hvernig þú getur tengt vistmenningu við eigin aðstæður? Endurmenntun LBHÍ býður upp á nokkur pláss á 3 vikna fjarnámskeiði sem hefst í lok október og er kennt í fjarkennslu. Kennari er Cornelis Aart Meijles umhverfisverkfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem einnig hefur menntað sig á sviði vistmenningar og með kennsluréttindi á því sviði.  

Kjarni og kraftur vistmenningar liggur í hönnun sem fellur inn í hringrásir vistkerfa jarðar. Vistmenning hvetur til matvælaframleiðslu með langtímasjónarmiði í huga og tengir saman landnýting, ræktun og jarðvegslíf, auðlindanotkun, húshönnun, samvinnu í framleiðslukeðjum, samgöngur, virðingu fyrir hefðum, siðfræði og nýtsemi, viðskipti, félagsleg tengsl og heimilishald.

Í nútíma samfélagi gengur allt frekar hratt fyrir sig og lítill tími gefst til þess að átta sig á samspil manns og náttúru. En kröfur um efnisleg gæði þurfa ekki að stangast á við jákvætt sambýli við náttúruna. Maðurinn er jú hluti af umhverfinu og óskir hans og hagsmunir geta vel farið saman við hagsmuni umhverfisins.

Með því að taka þátt í þessu námskeiði geturðu tileinkað þér hugmyndafræði um vistmenningu, tengt hana við eigin aðstæður og fundið leiðir til að létta þér lífið smátt og smátt með því að auka afkastagetu (output) við sem minnst ílag (input). Vistmenning er frumleg persónuleg upplífun sem umbreytir leikandi viðhorf þitt gagnvart lífinu almennt. Að tileinka sér hugmyndafræði um vistmenningu og stunda hana er eins og að ganga í þægilegum skóm: þú gengur í þeim án þess að hugsa um þá allan tímann. Komdu og mátaðu.

Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image