Hollvinafélag LbhÍ ályktar um framtíð Landbúnaðarháskóla Íslands

Stjórn Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands skorar á stjórnendur LbhÍ og stjórnvöld að styrkja starfsemi skólans til framtíðar. Með sameiningu Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í upphafi árs 2005 var ætlunin að til yrði öflug rannsókna- og kennslueining á sviði landbúnaðar og garðyrkju. Af hálfu skólastjórnenda frá þeim tíma hefur verið unnið markvisst að ná fram hagræðingu í starfi nýrrar stofnunar í ljósi takmarkaðra fjármuna sem veittir hafa verið til skólans síðustu ár. Að mati stjórnenda skólans verður ekki lengra gengið til hagræðingar án þess að til komi skert þjónusta skólans að óbreyttum fjárframlögum.
Stjórn Hollvinafélags Landbúnaðarháskólans hvetur stjórnendur skólans og stjórnvöld að tryggja nauðsynlegt fjármagn til skólans svo hægt verði áfram að veita þá nauðsynlegu þjónustu sem kveðið er á um í lögum. Benda má í því sambandi að Landbúnaðarháskóli Íslands á umtalsverðar eignir, m.a. einstaka jarðir er nýtast ekki beint markmiðum skólans til kennslu eða rannsókna, en þær mætti að hluta selja til að greiða upp uppsafnaðan halla skólans og að auki treysta rekstrargrundvöll hans.
Samstarf við aðra háskóla, eins og Háskóla Íslands, er sjálfsagt að efla eins og kostur er. Hins vegar þarf sjálfstæði Landbúnaðarháskóla Íslands að vera fyrir hendi, ekki síst til að tryggja starfsmenntanám við skólann, hvort sem um er að ræða hefðbundið búfræði- eða garðyrkjunám. Á sama hátt er Landbúnaðarháskóli Íslands nauðsynlegur þáttur í að rækta rannsókna- og kennslustarf á háskólastigi í samvinnu við atvinnuveginn og aðrar háskólastofnanir á hverjum tíma.“

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image