Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, dósent og námsbrautarstjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands veitir verðlaununum viðtöku. Ljósm. aðsend

Hlýtur Skipulagsverðlaun 2018

Sigríður Kristjánsdóttir dósent og námsbrautarstjóri Skipulagsfræðibrautar LbhÍ hlaut verðlaun í flokknum sérstök verkefni í tengslum við skipulag fyrir ritstjórn bókarinnar Nordic Experiences of Sustainable Planning: Policy and Practice, sem út kom hjá bókaforlaginu Routledge árið 2018. Skipulagsfræðingafélag Íslands veitti verðlaunin á aðalfundi félagsins.

Í umsögn dómnefndar segir,

"Í bókinni má finna yfirgripsmikið samansafn ritrýndra fræðigreina eftir 12 fræðimenn sem fjalla um sjálfbærni og skipulagsmál á Norðurlöndunum frá ólíkum sjónarhornum. Í bókinni eru 18 kaflar frá öllum Norðurlöndunum sem fjalla um skipulagsmál frá ólíkum sjónarhornum og draga fram hve þverfagleg skipulagsfræði er. Bókin er mikilvæg heimild um skipulagsmál á Norðurlöndunum og vaxandi áherslu á sjálfbærni í skipulagi. Í bókinni er leitað svara við áleitnum spurningum og getur hún nýst fagfólki, fræðimönnum og námsmönnum á sviði skipulagsfræði, umhverfismála, arkitektúrs og borgarhönnunar. Þá er bókin til vitnis um farsælt alþjóðlegt samstarf á vettvangi PLANNORD. Auk þess að skrifa inngang og lokaorð þá skrifaði Sigríður þrjá kafla í bókinni." 

VIð óskum Sigríði innilega til hamingju með verðlaunin.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image