Nýlega komu dagskrárgerðarmenn frá BBC 4 hingað til lands til að gera þátt um áhrif af hlýnun jarðar á gróður og dýr. Þeir hittu meðal annars starfsfólk LbhÍ, þau Áslaugu Helgadóttur, Jóhannes Sveinbjörnsson og Emmu Eyþórsdóttur.
Í lýsingu þáttarins segir að meðalhitahækkun á Íslandi stígi tvisvar til fjórum sinnum hraðar en í mörgum öðrum löndum. Íslenskar plöntur og dýrategundir þurfa því að takast á við þessa hækkun á meðalhita mun hraðar en nágrannar þeirra í Norður-Evrópu, en þar hækkar meðalhitinn stig af stigi. Jöklar bráðna, tré vaxa mun hraðar og akuryrkja verður að arðbærum ræktunarkosti fyrir heimamenn. Þáttagerðarmenn ferðuðust um landið og skoðuðu áhrif hitahækkunar á íbúa og umhvefið.
Þátturinn verður sendur út kl 15.30 á morgun, þriðjudaginn 17. febrúar, og hægt er að hlusta á hann í beinni á heimsíðu BBC 4 eða hlusta í Sarpinum seinna.
Jóhannnes, Áslaug og Emma með þáttastjórnandanum Alasdair Cross