Í byrjun vikunnar fengum við heimsókn frá samstarfsskóla okkar Wageningen háskólanum í Hollandi.
Þau Dennis Duindam og Hanna Gooren heimsóttu okkur á Hvanneyri og kynntust aðstöðu og starfsemi LBHÍ nánar. Þau kynntu einnig Wageningen háskóla og möguleika til skiptináms þar. Þau sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar geta haft samband við alþjóðaskrifstofu.
Efling samstarfs
Við erum virkilega stolt af því að vera samstarfsskóli Wageningen háskóla en hann er sá fremsti í heiminum á sviði lífvísinda og landbúnaðar. Þetta misserið erum við einmitt með skiptinema þar ytra og næsta haust koma þrír nemar frá Wageningen til skiptináms hjá okkur á Hvanneyri. Við horfum spennt fram á veginn með eflingu samstarfs við okkar hollenska samstarfsskóla.
--
Last Monday, we received a delegation from our partner university in Wageningen, Netherlands. The Erasmus coordinators Dennis Duindam og Hanna Gooren visited our campus in Hvanneyri and got familiar with our teaching and research facilities. Hanna and Dennis gave a presentation about their home university for our students and staff. For those of you who are interested to learn more contact our international office.
We are absolutely proud to call Wageningen our partner university since they are among the top universities worldwide and one of the leading universities in Life Science and Agricultural Sciences. This spring semester one of our students is studying there as an Erasmus student. And next autumn, we will welcome three students from Wageningen in Hvanneyri. In the near future, we are looking forward to intensify the cooperation with our Dutch partners even more.