Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor og Michael Nevin sendiherra í fremri röð. Aftari röð frá hægri Pétur Stefánsson, Christian Schultze, Gavin Crockard og Brita Bjargardóttir.

Heimsókn breska sendiherrans á Íslandi

Sendiherra Bretlands á Íslandi, Michael Nevin heimsótti Landbúnaðarháskólann og ræddi við Ragnheiði I. Þórarinsdóttur rektor og Christian Schultze rannsóknar- og alþjóðafulltrúa. Ásamt sendiherra var með í för Brita Bjargardóttir upplýsingarfulltrúi sendiráðsins í Reykjavík, Gavin Crockard hjá utanríkis- og samveldisskrifstofu sendiráðsins og Páll Stefánsson forstöðumaður alþjóðaviðskipta.

Hópurinn kynnti sér starfsemi skólans og ræddi mögulega samstarfsfleti í aðkallandi málefnum eins og lífrænni ræktun og framleiðslu, hringrásarhagkerfi, loftslagsmálum og landbúnaðarmálum í víðum skiningi. 

Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image