Grunnskólanemendur á Hvanneyri frá Grunnskóla Borgarfjarðar fluttu ljóð og sundu á degi íslenskrar tungu.

Heimsókn á degi íslenskrar tungu

Starfstöðin á Hvanneyri iðaði af lífi á degi íslenskrar tungu.
Nemendur og starfsfólk LBHÍ hlýða á frumsamin ljóð og söng nemenda í grunnskóla Borgarfjarðar, Hvanneyri.
Á degi íslenskrar tungu er íslenskan í öndvegi og beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Sú hefð hefur skapast á starfstöðinni á Hvanneyri að grunnskólanemendur frá Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar sækja heim starfstöð LBHÍ á Hvanneyri og flytja atriði sem þau hafa undirbúið. Að þessu sinni höfðu þau samið ljóð og fluttu ásamt þvi að hengja upp myndskreytingar við þau í aðalbyggingunni í Ásgarði. Að lokum sungu þau fyrir okkur kvæðið um fuglana eftir Davíð Stefánsson við lag Atla Heimis Sveinssonar. Virkilega notaleg stund og gaman að fá góða gesti.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image