Hátíð á Hvanneyri í tilefni þess að fyrsti nemandinn hóf nám fyrir 125 árum

Í ár eru liðin 125 ár síðan fyrsti nemandinn innritaðist í Bændaskólann á Hvanneyri. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Enn innritast bændur í skóla á Hvanneyri ásamt öðrum nemendum á önnur skólastig en þar er starfræktur leikskóli, grunnskóli, auk Bændadeildarinnar og háskóladeilda LbhÍ. Þessi langa skólasaga og mikla framboð menntunar er nokkuð sérstakt í ekki stærra þorpi og líklega einsdæmi. Því verður mikið um dýrðir á Hvanneyri laugardaginn 12. júlí þegar þessarar tímamóta verður fagnað samhliða dráttarvéladeginum. Til fagna þessum tímamótum verður blásið til fagnaðar á Hvanneyri þennan laugardag og hátíðarhöldin tengd við hinn árlega safnadag. Landbúnaðarsafnið verður með sína dráttarvélasýningu sem vakið hefur athygli og félagar Fornbílafjélagi Borgarfjarðar mæta með lystikerrur á ýmsum aldri og gerðum.

Í myndarlegum tjöldum verður m.a. bændamarkaður, handverksfólk og Kvenfélagið 19. júní með veitingasölu. Elsta hús staðarins, Skemman, hýsir nú kaffihús sem býður upp á rjúkandi kaffibolla og belgískar vöfflur. Húsdýr verða á vappi og boðið upp á fjölbreytt tónlistaratriði heimamanna og annarra.

Sem fyrr verður í tilefni safnadagsins veitt leiðsögn um Landbúnaðarsafnið og Halldórsfjós sem fljótlega mun hýsa aðalsýningu safnsins, gestum að kostnaðarlausu en frjáls framlög þegin. Rölt verður um gamla skólastaðinn á Hvanneyri með leiðsögn þar sem byggingar eru einkennandi fyrir íslenska húsagerðarlist frá öndverðri síðustu öld.

Hátíðardagskránni lýkur með tónleikum Brother Grass í þróttahúsinu um kvöldið. / Skessuhorn

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image