Háskólaráð LbhÍ tilnefnir Björn sem rektor til næstu fimm ára

Eftirfarandi var fært til bókar í fundargerð háskólaráðs LbhÍ 13. apríl:

Í samræmi við 8. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla leggur háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands til að menntamálaráðherra skipi dr. Björn Þorsteinsson í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands frá og með 1. maí n.k. til næstu fimm ára.

Björn hefur áratuga reynslu af háskólastarfi, sem rannsakandi, kennari og stjórnandi, auk þess sem hann hefur stýrt gæðastjórnun Landbúnaðarháskóla Íslands frá upphafi. Hann hefur staðið vel undir þeirri ábyrgð sem honum var falin þegar hann var settur rektor skólans 1. ágúst 2014.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image