Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri Landgræðslunnar, gestaprófessor við Umhverfisdeild

Í dag var ritað undir samkomulag um akademískt gestastarf við Guðmund Halldórsson, rannsóknarstjóra Landgræðslunnar. Um er að ræða stöðu gestaprófessors við Umhverfisdeild.

Guðmundur lauk BS prófi í líffræði frá HÍ árið 1977; prófi í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla vorið 1979 og loks Ph.D. prófi í landbúnaðarvísindum frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn vorið 1985, með skordýr á landbúnaðarplöntum sem aðalgrein.  Guðmundur hefur starfað hjá Landgræðslunni um árabil en var áður hjá Skógrækt ríkisins.  Áhersla Guðmundar í starfi er einkum á rannsóknir á smádýralífi á landgræðslu- og skógræktarsvæðum og áhrif skordýra á framvindu plöntuvistkerfa.

Guðmundur hefur komið að kennslu í Umhverfisdeild um nokkurt skeið. Það er mikill fengur að fá Guðmund til liðs við skólann með þessum hætti. 

Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Hlynur Óskarsson, deildarforseti Umhverfisdeildar, Guðmundur Halldórsson og Ágúst Sigurðsson, rektor.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image