Guðmundur Fertram Sigurjónsson tekur sæti í háskólaráði. Ljósmynd samsett.

Guðmundur Fertram tekur sæti í háskólaráði

Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur tekið sæti Daða Más Kristóferssonar í háskólaráði. Guðmundur Fertram er frumkvöðull og uppfinningamaður, stofnandi einhyrningsfyrirtækis, talsmaður nýrrar tækni og nútímavæðingu samgangna og málsvari brothætts lífríkis hafsins.

Eftir starfsferil í tækni- og viðskiptaþróun og sem stofnandi fyrirtækja á sviði fjármálatækni og endurnýjanlegrar orku, stofnaði hann og er í dag forstjóri Kerecis, líftæknifyrirtækis sem notar fiskroð til að lækna sár.

Guðmundur Fertram var útnefndur Entrepreneur of the Year hjá Ernst & Young árið 2021, Frumkvöðull ársins á Íslandi árið 2015 og Viðskiptamaður ársins á Íslandi árið 2023. Árið 2024 hlaut hann Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Kerecis hlaut Vaxtarsprota sem það fyrirtæki sem vex hraðast á Íslandi árin 2017 og 2020, auk þess að vera handhafi Nordic Scale-Up verðlaunanna árið 2023. Árið 2023 varð Kerecis fyrsta íslenska einhyrningsfyrirtækið þegar það var selt danska fyrirtækinu Coloplast fyrir 1,3 milljarða dollara.

Guðmundur Fertram hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir nýsköpun, þar á meðal Nýsköpunar- og frumkvöðlaverðlaun frá forseta Íslands árin 2015 og 2018. Guðmundur Fertram og tæknin sem hann hefur þróað hafa verið í umfjöllun hjá Bloomberg og öðrum alþjóðlegum fjölmiðlum. Sem uppfinningarmaður fleiri en 200 einkaleyfa og einkaleyfaumsókna, er Guðmundur Fertram einn af afkastamestu uppfinningamönnum Íslands.

Guðmundur Fertram er með B.S. gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og M.Eng. gráðu frá Danska Tækniháskólanum (DTU).

Við bjóðum Guðmund Fertram innilega velkomin og þökkum Daða Má fyrir vel unnin störf.

Nánar um háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image