Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur tekið sæti Daða Más Kristóferssonar í háskólaráði. Guðmundur Fertram er frumkvöðull og uppfinningamaður, stofnandi einhyrningsfyrirtækis, talsmaður nýrrar tækni og nútímavæðingu samgangna og málsvari brothætts lífríkis hafsins.
Eftir starfsferil í tækni- og viðskiptaþróun og sem stofnandi fyrirtækja á sviði fjármálatækni og endurnýjanlegrar orku, stofnaði hann og er í dag forstjóri Kerecis, líftæknifyrirtækis sem notar fiskroð til að lækna sár.
Guðmundur Fertram var útnefndur Entrepreneur of the Year hjá Ernst & Young árið 2021, Frumkvöðull ársins á Íslandi árið 2015 og Viðskiptamaður ársins á Íslandi árið 2023. Árið 2024 hlaut hann Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Kerecis hlaut Vaxtarsprota sem það fyrirtæki sem vex hraðast á Íslandi árin 2017 og 2020, auk þess að vera handhafi Nordic Scale-Up verðlaunanna árið 2023. Árið 2023 varð Kerecis fyrsta íslenska einhyrningsfyrirtækið þegar það var selt danska fyrirtækinu Coloplast fyrir 1,3 milljarða dollara.
Guðmundur Fertram hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir nýsköpun, þar á meðal Nýsköpunar- og frumkvöðlaverðlaun frá forseta Íslands árin 2015 og 2018. Guðmundur Fertram og tæknin sem hann hefur þróað hafa verið í umfjöllun hjá Bloomberg og öðrum alþjóðlegum fjölmiðlum. Sem uppfinningarmaður fleiri en 200 einkaleyfa og einkaleyfaumsókna, er Guðmundur Fertram einn af afkastamestu uppfinningamönnum Íslands.
Guðmundur Fertram er með B.S. gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og M.Eng. gráðu frá Danska Tækniháskólanum (DTU).
Við bjóðum Guðmund Fertram innilega velkomin og þökkum Daða Má fyrir vel unnin störf.