Nemendur í Grænni skógar námskeiðinu á Hvanneyri

Grænni skógar - námskeiðaröðin hófst á Hvanneyri

Námskeiðaröðin Grænni skógar hófst á Hvanneyri í dag. Námskeiðið er haldið af Endurmenntunardeild LbhÍ og er námið ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skógrækt. Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi og lýkur með sérstakri viðurkenningu frá LbhÍ. Jafnframt er námið sniðið að þörfum vinnandi fólks.

Að jafnaði eru haldin tvö til þrjú helgarnámskeið á Grænna skóga námsleiðinni á hverri önn og skiptast þau niður í fyrirlestra og verklega tíma. Vettvangsferðir eru stór hluti af kennslunni og eru námskeiðin haldin á mismunandi stöðum víða um land. Þau eru sérsniðin að sérstöðu landshlutanna, sem gefur náminu aukið gildi og sérhæfingu. LbhÍ sér um framkvæmd námsins í samstarfi við Landssamtök skógareigenda, félög skógarbænda í viðkomandi landsfjórðungi, Skógræktina og Landgræðslu ríkisins.

Námskeiðaröðin hefst á námskeiðinu Skógur og vistkerfi, sem fram fer á Hvanneyri um helgina og fer næsta námskeið fram á Reykjum í Ölfusi 8. og 9. júní nk. Áhugasömum er bent á að kynna sér upplýsingar um námsleiðina á heimasíðu LbhÍ.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image