Góður dagur í Garðyrkjuskólanum

Sumardagurinn fyrsti var að vanda haldinn hátíðlegur í Garðyrkjuskólanum á Reykjum.  Veðrið lék við gesti og gangandi og er áætlað að ríflega 3.000 manns hafi heimsótt skólann þennan dag.  Að þessu sinni var umsjón dagsins í höndum nemenda og var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.  Boðið var upp á ratleik fyrir börn og voru þau leidd um allan skólastaðinn með vísbendingum og fengu verðlaun þegar lausnarorði leiksins var skilað í lokin.  Nemendur voru með markaðstorg þar sem hægt var að kaupa íslenskt grænmeti, blóm og garðplöntur og kunnu gestir svo sannarlega að meta það sem þar var á boðstólum. 

Háskóli Íslands

Hnúðkálið var vinsælt

 Hnúðkálið sem alltaf er ræktað sérstaklega fyrir þennan dag, vakti sérstaka gleði enda er hópur fólks sem leggur leið sína í skólann á þessum degi, gagngert til að kaupa glænýtt hnúðkál.  Í matsal skólans var boðið upp á rjúkandi heitt kaffi og nýbakaðar vöfflur og er óhætt að fullyrða að þær hafi runnið ljúflega niður.

Hátíðardagskrá dagsins var á hefðbundnum stað.  Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, afhenti Garðyrkjuverðlaunin 2015, forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson afhenti umhverfisverðlaun Ölfuss.  Auk þess flutti Björn Þorsteinsson rektor LbhÍ ávarp og Guðríður Helgadóttir staðarhaldari á Reykjum sleit svo formlegri hátíðardagskrá. Skrúðgarðyrkjufyrirtækið Stjörnugarðar fékk verðlaun fyrir verknámsstað garðyrkjunnar, Gróðrastöðin Ártangi fékk hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og Brandur Gíslason, skrúðgarðyrkjumeistari, var hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar.

 Háskóli Íslands
Vinningshafar með forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og Björgvini Eggerssyni kennara

Opið hús Garðyrkjuskólans á sumardaginn fyrsta á sér áratugalanga hefð og er ómissandi þáttur í sumarkomunni hjá fjölda fólks. Þótt veður geti verið misjöfn á þessum degi er alltaf blómlegt og hlýtt í gróðurhúsunum og vel við hæfi að taka forskot á sumarsæluna á Reykjum.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image