"Góð hönnun stuðlar að auknum lífsgæðum"

Image
Image

Umhvefisskipulagsbraut LbhÍ og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) stóðu í sameiningu að fyrirlestri um borgarhönnun og framúrskarandi landslagsarkitektúr sem fram fór í Norræna húsinu. Aðalfyrirlesarinn var Louise Fiil Hansen sem er borgarhönnuður, meðeigandi og framkvæmdarstjóri arkitektarstofunnar SLA en fyrirtækið hefur tekið þátt í einna mest nútímalegu, umhverfisvænu og framúrskarandi verkefnum á sviði landslagsarkitektúr og borgarhönnunar í Skandinavíu síðustu ár.

Um 120 manns frá breiðu fagsviði mættu á fyrirlesturinn og segir Helena Guttormsdóttir, brautarstjóri umhverfisskipulagsbrautar LbhÍ sagði fyrirlesturinn hafa heppnast mjög vel og að fullt hafi verið út úr dyrum enda margir með áhuga á viðfangsefninu. Landslagsarkitektúr hefur verið nefnt eitt mikilvægasta starf 21. aldarinnar, fag sem tengir saman mannlegar þarfir, þekkingu á náttúru, lífræðilegum ferlum og góða hönnun. Góð hönnun stuðlar að auknum lífsgæðum segir Helena. Þverfagleg nálgun er nauðsynleg ef vel á að takast til í landslagshönnun og verða ólíkar greinar að vinna saman og sagðist Helena vonast eftir að fyrirlesturinn væri upphaf að öflugu samtali um gæði í  landslagshönnun.

Lousise sagði frá sýn og verkefnum SLA í erindi sínu og sýndi hvernig velgengi stofunnar byggist á að taka þverfagleg vísindi inn í allt hönnunarferlið. Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitekt hjá Landmótun, sagði frá verkefnum stofunnar síðustu ár. Lilja Kristín greindi frá verkefninu Brimketill, sem hún vann með Landmótun, sem er sérkennileg laug í sjávarborðinu stutt frá Grindavík og Þráinn Hauksson sagði frá verkefnum hönnunarstofunnar Landslag.

Að loknum fyrirlestrum voru áhugaverðar umræður og spurningar. Viðburðurinn var mjög velheppnaður og áhugavert innlegg í umræðuna um borgarhönnun og landslagshönnun almennt, að sögn Helenu.  

Fyrirlesturinn var sendur út á Facbook síðu Umhverfisskipulagsbrautar. Fleiri myndir má finna á sama stað.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image