Samstaða um vistfræðilega nálgun og umbreytingar
Nýverið var gestakennari við störf hjá landslagsarkitektanemum. Ítalski Landslagsarkitektinn dr Ludovica Marinaro. Ludovika hélt opinn fyrirlestur ásamt því að vera með vinnustofu fyrir landslagsarkitektanema yfir tvo daga. Ludovika stofnaði stofuna SMALLSTUDIO árið 2019 í La Spezia þar sem hún býr og starfar en hún er einnig í stjórn ítalska vísindasamfélagsins í landslagsarkitektúr (Italian Scientific Society of Landscape Architecture (IASLA)) þar sem hún vinnur með rannsakendum innan háskóla (Háskólinn í Flórens, Alma Mater Studiorum háskólinn í Bologna, Tækniháskólinn í Valencia, Háskólinn í Aalto, Wageningenháskólinn) og stofnunum (Landscape Observatory of Catalonia, Uniscape) að evrópskum verkefnum og verkefnum innan Ítalíu sem einkum snúa að málefnum tengdum samstöðu um vistfræðilega nálgun og umbreytingar (e.ecological solidarity transition). Í vinnu sinni hefur hún sérhæft sig í strandlandslagi.
Listræn nálgun við upplifun náttúrunnar
Þá kom einnig skemmtileg heimsókn frá landslagsarkitektanemanum Manon Migadel frá háskólanum í Edinborg ásamt samstarfsaðilum. Manon hélt erindi um námskeiðið sem hún og samnemendur hennar frá Edinborg eru að vinna að og ber vinnuheitið „Fámennir staðir“. Hópurinn var að störfum hér á Íslandi og sagði Manon frá sinni upplifun og verkefni sitt sem fjallaði um að skrásetja landslagið og náttúruna með sérstakri prenttækni meðal annars.