Gestalektor við Umhverfisdeild

Í dag var ritað undir samkomulag um akademískt gestastarf  við dr. Starra Heiðmarssongrasafræðing. Um er að ræða stöðu gestalektors við Umhverfisdeild. Starri lauk BS prófi í líffræði frá HÍ árið 1992 og doktorsprófi í flokkunarfræðilegri grasafræði frá Uppsalaháskóla árið 2000. Starri hefur frá námslokum starfað við Náttúrufræðistofnun Íslands, fyrst sem sérfræðingur en frá árinu 2006 sem fagsviðsstjóri í grasafræði. Rannsóknir Starra beinast helst að fléttufungu Íslands þ.e. tegundafjölbreytni og útbreiðslu fléttna í íslenskum vistkerfum auk rannsókna á flokkunarfræði og þróunarsögu fjörusvertuættar. Starri hefur komið að kennslu í grasafræði hjá LbhÍ um nokkurt skeið. Það er mikill fengur að fá Starra til liðs við skólann með þessum hætti. Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Ágúst Sigurðsson, rektor, Starri Heiðmarsson og Hlynur Óskarsson, deildarforseti Umhverfisdeildar.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image