Garðyrkjunemar í vinnuferð í Múlakot

Miðvikudaginn 2. september fór einvalalið nemenda og kennara af garðyrkjubrautum LbhÍ í vinnuferð í gamla garðinn í Múlakoti.  Fyrir um ári síðan gáfu hjónin í Múlakoti, þau Stefán Guðbergsson og Sigríður Hjartar, gamla bæinn í Múlakoti og garðinn við húsið í sjálfseignarfélag og hafa verið stofnuð sérstök hollvinasamtök í kringum bæinn með það að leiðarljósi að endurgera hann og færa bæði húsakost og garðinn aftur til vegs og virðingar.  Í Múlakoti var rekið gistiheimili um áratugaskeið og dvaldi fjöldi þekktra listamanna þar um lengri eða skemmri tíma í gegnum tíðina.  Garðyrkjuskólinn kom að sínum tíma að því að endurgera garðinn Skrúð í Dýrafirði og var það verkefni mjög vel heppnað.  Nú er komið að gamla garðinum í Múlakoti en hann á sér langa og merkilega sögu sem hófst árið 1897 þegar húsfreyjan í Múlakoti, Guðbjörg Þorleifsdóttir, gróðursetti fyrstu trjáplönturnar. Trjágarðurinn varð fljótt víðfrægur um Suðurland og er til fjöldi ljósmynda af prúðbúnu fólki að drekka kaffi og njóta veitinga í blómum prýddum garðinum. 

Garðyrkjuskólanemendur og aðrir lögðu hart að sér við vinnuna og nutu svo ljúffengra veitinga í hádeginu í gamla bænum.  Dagurinn var mjög vel heppnaður og frábært að sjá hvað samstilltur hópur getur afrekað miklu á stuttum tíma.

Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

Háskóli Íslands
Nemendur og kennarar

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image