Garðar í 19. aldar stíl á Árbæjarsafni

Nú í vor tóku nemendur á skrúðgarðyrkjubraut LbhÍ á Reykjum í Ölfusi, þátt í skemmtilegu verkefni á Árbæjarsafni. Hugmynd að samstarfinu barst frá Borgarsögusafni varðandi verkefni sem varpa átti ljósi á sögu garðræktar í Reykjavík. Skapa átti húsunum á safninu viðeigandi umhverfi með hönnun garða, girðinga og hvað varðar plöntuval á fyrrihluta síðustu aldar.  

Heildaráætlun fyrir safnsvæðið og garða við safnhúsin var unnin af Matthildi Sigurjónsdóttir, landslagsarkitekt árið 2010. Síðan þá hefur verkið unnið eftir áætluninni í áföngum og nú í ár var komið að torgi safnsins og gerð garðs við safnhúsið Suðurgötu 7, en Árbæjarsafn hafði einnig látið teikna lóðir við nokkur húsanna sem endurspegla hvert um sig ákveðið tímabil í sögu Íslands.

Verkefnið var unnið í sameiningu af fimm fjarnemum á skrúðgarðyrkjubraut við skólann en þeir eru Þröstur Þórsson, Erlendur Björnsson, Stanislaw Bukowski, Atli Einarsson og Vignir Friðbjörnsson. Umsjónarkennari verkefnisins er Ágústa Erlingsdóttir, brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar.

Háskóli Íslands
Ágústa með nemendum sínum á skrúðgarðyrkjubraut. Á myndina vantar Erlend Björnsson.
 

Útbúa átti torgið í anda samkeppninnar um fegrun Austurvallar sem haldin var árið 1919 en nemendurnir fengu allir að koma með tillögu að hönnun torgsins eftir að hafa skoðað allar teikningarnar sem að sendar voru í samkeppnina. Fulltrúar Borgarsögusafns völdu síðan þá tillögu sem þeim leist best á. Verkefnið sem nemendur áttu að leysa af hendi var annarsvegar að helluleggja og útbúa beð og stíga á Austurvallar-torginu við inngang safnsins og hinsvegar að ákveða plöntutegundir og útlit garðsins við Suðurgötu 7 miðað við árin 1905-1925. Nemendur gerðu plöntuteikningar og völdu þær plöntur sem algengar voru á þessum tíma í Reykjavík í samráði við leiðbeinanda. Á meðal plantna sem er að finna í garðinum er venusvagn, blóðberg, bóndarós, stórburkna og garðabrúðu. Þá var sett niður garðahlynur, þyrnirós, ilmreyni og loðvíðir. Af matjurtum var meðal annars settar niður kartöflur, blómkál og jarðaber.

Háskóli Íslands
Garðveisla við Suðurgötu 7.

Útskriftarnemendur skrúðgarðyrkjubrautar vinna ávalt verkleg lokaverkefni á síðustu önn skólans og gekk samstarfið við Borgarsögusafn mjög vel. Það vel að hugmyndir eru upp í um að halda samstarfinu áfram með áframhaldandi aðkomu skrúðgarðyrkjunema að verkefnum sem þarf að leysa á Árbæjarsafni. Gaman verður að koma á Árbæjarsafn í framtíðinni og þá hægt að sjá bæði gömul hús og garða sem sýna þróun skrúðgarðyrkju á Íslandi.

Háskóli Íslands
Torgið

Fjölmargir aðilar komu að samstarfi LbhÍ og Borgarsögusafns. Auður Jónsdóttir og Guðlaug Þorsteinsdóttir hjá Ræktunarstöð Reykjarvíkurborgar komu með ýmsar ábendingar varðandi gróðurval og skipulag torgsins auk þess að útvega hluta plantnanna í garðinn við Suðurgötu 7.

Hjörtur Þorbjörnsson hjá Grasagarði Reykjavíkur kynnti nemendur fyrir plöntuvali á fyrri parti tuttugustu aldar.

Megnið af fjölæringum og matjurtum í garðinn við Suðurgötu 7 komu frá Garðplöntustöðinni Borg í Hveragerði

Helga Maureen Gylfadóttir var tengiliður og reddari LbhÍ við safnið. Kristján Björn Ólafsson sá um undirbúningsframkvæmdir og að allt efni væri til staðar þegar nemendur hófu vinnu við verkið.

Hér má sjá myndir frá framkvæmdum, teknar af Atla Einarssyni.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands
Á myndinni má sjá styttuna Kona að strokka (1934) eftir Ásmund Sveinsson
.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image