Gamlir starfsmenn kveðja skólann eftir langa þjónustu

Síðastliðinn föstudag var kveðjukaffi í Ásgarði á Hvanneyri til heiðurs nokkrum starfsmönnum sem hafa látið af föstu starfi við skólann eftir langa þjónustu. Nokkrir tugir samstarfsmanna komu í Ásgarð og gerðu sér glaðan dag ásamt fyrrverandi samstarfsmönnum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá f.v. Ágúst Sigurðsson, rektor, en þá kemur Hafdís Rut Pétursdóttir sem hóf feril sinn á skrifstofu skólans árið 1965 hjá Guðmundi Jónssyni, þáverandi skólastjóra Bændaskólans. Undanfarin ár hefur Hafdís verið launaritari LbhÍ, en síðasti starfsdagur Hafdísar var sl. föstudag. Við hlið hennar stendur eiginmaður hennar Grétar Einarsson, búfræðikandídat 1968. Grétar er licentiat með áherslu á bútækni frá KVL. Grétar varð sérfræðingur Rala í þessari sérgrein frá 1974 auk þess að vera stundakennari á Hvanneyri. Vann í áratugi við búvélaprófanir og rannsóknir í bútækni. Þá kemur Jóhannes Ellertsson vélvirkjameistari sem hóf störf 2003 og hefur kennt allar götur síðan við skólann. Jóhannes er þúsund þjala smiður og hann hefur kennt málmsuðu og búsmíði við skólann - auk þess að koma að kennslu í búvélafræði.  Við hlið Jóhannesar er Steinunn Ingólfsdóttir sem kom til starfa við skólann við tilraunavinnu upp úr 1980. Steinunn lauk námi í bókasafnsfræði 1993 og starfaði frá þeim tíma sem bókasafnsfræðingur þar til í maí á síðasta ári. Þá kemur Halldór Sverrisson licentiat í plöntusjúkdómum frá KVL. 1979. Halldór starfaði á Rala og kenndi við Garðyrkjuskólann, á Hvanneyri auk þess að vera í hlutastarfi við Skógrækt ríkisins á Mógilsá frá 2003. Lengst til hægri stendur Bjarni Guðmundsson, dr.scient frá Ási í Noregi 1971. Bjarni var sérfræðingur við Bútæknideild Rala 1971-1973. Kennari við Bændaskólann frá 1973 og á tímabilum deildarstjóri búvísindadeildar. Bjarni skrifaði ævisögu Halldórs á Hvanneyri og fleiri sögurit m.a. um vélar og verkfæri sem hafa verið sagnfræði staðarins og atvinnugreininni mikilvæg og er einnig faðir Landbúnaðarsafnsins í þeirri mynd sem það er að taka á sig nú. Á myndina vantar Magús B. Jónsson sem var skólastjóri á Hvanneyri 1972-1984. Eftir það aðalkennari í búfjárrækt við búvísindadeildina. Fyrsti forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins 1990 - 1992, en þá gerist hann aftur skólastjóri Bændaskólans. Hann gekkst síðan fyrir stofnun Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 1999 og var fyrsti og eini rektor hans en hann var sameinaður Rala og Garðyrkjuskóla ríkisins 2005 við stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image