Fagfundur allra háskóla á Íslandi í verkefninu „Gæði háskólakennslu á stafrænum tímum: Starfsþróun háskólakennara“ var haldinn á Hvanneyri 14. og 15. nóvember.
Verkefnið hlaut tæpar 47 milljónir úr Samstarfssjóði háskólanna. Í verkefninu er sjónum beint að þörfum háskólakennara fyrir faglega þekkingu og stuðning á sviði kennslu.
Fulltrúar LbhÍ sem komið hafa að verkefninu eru Álfheiður Marinósdóttir kenslustjóri, Gunnhildur Guðbransdóttir deildarfulltrúi framhaldsnáms, Helena Guttormsdóttir lektor og Jón Hallsteinn Hallsson prófessor