Helga Gunnarsdóttir er fyrsti doktorsneminn sem vinnur að verkefni á sviði dýralækninga við Íslenskan háskóla

Fyrsti doktorsneminn á sviði dýralækninga

Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir hesta, hóf nýverið doktorsnám í hestavísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Helga úrskrifaðist frá Dýralæknaskólanum í Hannover í Þýskalandi árið 2002 og lauk þriggja ára sérfræðinámi í skurðlækningum stórra dýra frá Háskólanum í Ghent í Belgíu árið 2012. Helga hefur alls um 20 ára starfsreynslu við hestalækningar, bæði hér heima og erlendis.

Verkefni hennar heitir Hlutlæg greining á helti í íslenska hestinum (Objective lameness detection in Icelandic horses) og er hluti af stóru, fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni á sviði hreyfigreiningar hrossa.

Markmið verkefnisins er að meta ávinning hlutlægra mælinga á helti samanborið við hefðbundna, sjónræna heltigreiningu í þeim tilgangi að auka heilbrigði, endingu og velferð íslenska hestsins. Ennfremur að bæta þekkingu á áhrifum helti á hreyfimynstur og ganglag íslenska hestsins og bæta þannig aðferðir við sjónrænt mat á helti.

Aðal leiðbeinandi Helgu er Dr. Sigríður Björnsdóttir, gestaprófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, en auka leiðbenendur Dr. Marie Rhodin og Dr. Elin Hernlund frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar.

--

The first PhD student in the field of Veterinary Science in Iceland

Helga Gunnarsdóttir, veterinarian specialized in equine surgery, has recently started her PhD studies in equine sciences at the Agricultural University of Iceland. She graduated from the Tieraerztliche Hochschule Hannover, Germany in 2002 and finished a three-year residency in large animal surgery from Ghent University, Belgium in 2012. Helga has 20-year experience as an equine surgeon, both in Iceland and abroad.

Her research project, Objective lameness detection in Icelandic horses, is a part of a multinational research program on Equine biomechanics.

The aim of the study is to assess the benefit of an objective sensor-based method for lameness detection in the Icelandic horse and for improved understanding of compensatory lameness mechanisms in the gaited horse.

Main supervisor is Dr. Sigríður Björnsdóttir, visiting professor at AUI, and co-supervisors are Dr. Marie Rhodin og Dr. Elin Hernlund from the Swedish University og Agriculture.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image