Fyrirlestur: Sjálfbær landnýting og gæðastýrð sauðfjárframleiðsla: Óþvinguð þátttaka eða kvöð?

Miðvikudaginn 28. október flytur Jónína Þorláksdóttir fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Heiti verkefnisins er "Connecting Sustainable Land Use and Quality Management in Sheep Farming: Effective Stakeholder Participation or Unwelcome Obligation?" (Sjálfbær landnýting og gæðastýrð sauðfjárframleiðsla: Óþvinguð þátttaka eða kvöð?)

Fyrirlesturinn verðu í Ársal í Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl 11.15 og eru allir velkominir. Fyrirlesturinn verður einnig sendur út í málstofu og er hægt að hlusta á hann hér.

Ágrip

Stór hluti gróðurs og jarðvegs á Íslandi hefur glatast í gegnum aldirnar og er framleiðni landsins víðs vegar mun minni en það hefur burði til. Til að taka á þessum vanda hafa bændur í vaxandi mæli horft til sjálfbærari landnýtingar og uppgræðslu, meðal annars í gegnum þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Rannsókn þessari er ætlað að varpa ljósi á árangur og skilvirkni gæðastýringarinnar hvað varðar landbætur og þátttökuaðferðir út frá upplifunum, viðhorfum og væntingum bænda. Í þessum tilgangi voru tekin eigindleg viðtöl við bændur á ákveðnu rannsóknasvæði sem síðan voru greind útfrá aðferðum grundaðrar kenningar. Færa má rök fyrir því að landbótaaðgerðir hafi áhrif á umhverfisvitund og hegðun bænda í einhverjum mæli. Vanta virðist þó upp á tengingu milli landnýtingarhluta gæðastýringar og annarra þátta kerfisins. Skýra mætti betur markmið landbóta og sjálfbærrar landnýtingar auk þess sem styrkveitingar ætti að tengja betur við árangur slíkra aðgerða. Samstöðu og samræmi þarf að gæta milli hagsmunaaðila, stofnana og lagaumhverfis hvað varðar forgangsröðun og aðferðir. Toppstjórnun virðist almennt ríkja innan gæðastýringarinnar þar sem bændur eru fremur álitnir hlutlaus verkfæri til að ná fram ákveðnum markmiðum fremur en uppspretta mikilvægra og gagnlegra upplýsinga og hugmynda. Því er nauðsynlegt að styrkja upplýsingaflæði og samskipti innan sem utan kerfisins og hvetja til aukins frumkvæðis og nýsköpunar ef gæðastýringin á að ná takmarki sínu á sviði sjálfbærrar landnýtingar.

Umsjónarkennari var Karl Benediktsson og leiðbeinendur auk hans Brita Berglund og Mariana Lucia Tamayo. Prófdómari var Jón Geir Pétursson.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image