Fundur um sameiginlegt dýralæknanám

Frá fundi um samstarf um dýralæknanám milli LBHÍ, HÍ og Lífvísindaháskólans í Varsjá SGGW. Frá vinstri Ingibjörg Gunnarsdóttir aðstoðarrektor vísinda við HÍ, Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, Michał Zasada rektor SGGW og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor LBHÍ. Mynd HÍ

Fundur um sameiginlegt dýralæknanám

Michał Zasada, rektor Lífvísindaháskólans í Varsjá, var á ferðinni hér á landi í október vegna fundar UNIgreen-háskólanetsins sem báðir háskólar eru aðilar að. Farið var í heimsókn til Háskóla Íslands og rætt við Jón Atla Benediktsson rektor HÍ og Ingibjörgu Gunnarsdóttur, aðstoðarrektor vísinda við HÍ, um formlegt samstarf um dýralæknanám. Hugmyndin er að tvö fyrstu árin verði kennd á Íslandi, en nemendur fari síðan til SGGW í Póllandi og haldi námi sínu áfram þar.

Sótt hefur verið um styrk til Samstarfssjóðs háskólanna fyrir undirbúningi verkefnisins. LBHÍ leiðir verkefnið, en auk HÍ koma Keldur og Hólar að því. Markmið verkefnisins er að hefja formlegt samstarf um dýralæknanám milli þessara aðila og Lífvísindaháskólans í Varsjá í Póllandi (SGGW). Hugmyndin er að fyrstu tvö árin yrðu kennd á Íslandi en nemendur færu síðan til SGGW í Póllandi og héldu námi sínu áfram þar.

Hluti starfsþjálfunar og verklegrar kennslu á síðari hluta námstímans færi þó fram á Íslandi í því skyni að búa nemendur sem best undir störf hérlendis. Aðstaða til verklegs náms, tilrauna og rannsókna yrði samnýtt og sérfræðingar allra samstarfsaðila kæmu að kennslunni.
 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image