Þórdís S. Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar heimsótti okkur á Hvanneyri fyrir helgi og átti fund með Ragnheiði I. Þórarinsdóttur, rektor og Áshildi Bragadóttur, endurmenntunarstjóra.
Ræddar voru áherslur Borgarbyggðar og Landbúnaðarháskólans sem snúa að stuðningi við frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun í landbúnaði og tengdum greinum og hvernig unnt væri að efla samstarf aðila. Ljóst er að Borgarbyggð og Vesturland allt eiga hér mikil sóknarfæri sem kallast á við tillögur að landbúnaðar- og loftslagsstefnu stjórnvalda.