Friðlýsing menningarminja á Hvanneyri

Fyrr í vikunni komu fulltrúar Minjastofnunar Íslands til viðræðna við fulltrúa Landbúnaðarháskóla Ísland um mögulega friðlýsingu á elstu húsaþyrpingunni, Gamla staðinn,  á Hvanneyri. Á Hvanneyrartorfunni eru m.a. Gamli skóli (1910), íbúðarhús (1920), Hvanneyrarkirkja (1905) og Halldórsfjós (1929) og steinfjós (1900). Mikill áhugi hjá báðum aðilum að skoða möguleika á að friðlýsa umhverfi gömlu húsana á Hvanneyri og niður á engjarnar sem menningarminjar -  og þar með vekja athygli á þeim minjum sem staðurinn hefur að geyma. Það yrði í fyrsta sinn að umhverfi gamalla húsa yrði friðlýst á landsvísu.

Friðlýsing þýðir heiður og gæðastimpill, en ekki að engu megi breyta, því margt í umhverfi staðarins á eftir að lagfæra. Skipulag bygginga á Gamla staðnum, samræmi þeirra og heildarsvipur ásamt sterkri rýmismyndun skapar þeim algera sérstöðu í byggingarlist síðustu aldar.

Ákveðið var að tengja verkefnið við nemendaverkefni og vinna að framgangi þess svo hægt verði að skrifa undir friðlýsinguna vorið 2013 þegar Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði, Halldórsfjós.

Á myndinni má sjá allflesta þeirra sem sóttu fundinn, en fulltrúar Minjastofnunar voru: Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður, Gunnþóra Guðmundsdóttir og Pétur H. Ármannsson arkitektar,  Magnús Sigurðsson, minjavörður Vesturlands og Magnús Skúlason, formaður Húsafriðunarnefndar. Fulltrúar Lbhí voru Ágúst Sigurðsson, rektor, Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, Auður Sveinsdóttir, dósent og Ragnar Frank Kristjánsson, lektor.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image