Framtíðartækifæri í garðyrkju á Íslandi

Málstofa á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands og Bændasamtaka Íslands verður haldin fimmtudaginn 8. september milli kl. 13:30 – 15:00 á Icelandair Hótel Flúðum á Suðurlandi.

Garðyrkja er ein af megingreinum íslensks landbúnaðar og framtíð garðyrkju á Íslandi er björt. Áskoranir eru samt sem áður til staðar sem fela í sér aukin tækifæri til að hagnýta rannsóknir sem stutt geta við áframhaldandi þróun og uppbyggingu garðyrkju hér á landi.

Á málstofunni munu tveir helstu garðyrkjusérfræðingar Spánar deila reynslu sinni af samstarfinu. Þeir Julián Cuevas González, prófessor við háskólann í Almeria á Spáni og Esteban José Baeza Romero sérfræðingur við Wageningen háskóla í Hollandi og Future Farms Solutions, Almeria.

Þá gefst tækifæri til samtals um hvaða rannsóknir og nýsköpun beri að beina sjónum að, og hvernig hægt er að auka samvinnu og yfirfærslu nýsköpunar og rannsókna yfir á greinina sjálfa. Málstofuna opnar Ragnheiður I. Þórarinsdóttir og Axel Sæland. Erindin fara fram á ensku.

Málstofan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Léttar veitingar í boði.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image