Framleiðnisjóður styrkir kornkynbætur

Í gær rituðu Þórhildur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ undir samkomulag um stuðning sjóðsins við verkefnið "Kornkynbætur fyrir íslenskar aðstæður" sem unnið er við skólann. Markmiðið er að vinna áfram að byggkynbótum fyrir íslenskan landbúnað með því að m.a. að innleiða nýjungar og tryggja nýliðun í kynbótastarfinu, gera prófanir á yrkjum og greina árangur. Fjárhæð styrkja er háð fjárveitingum sjóðsins hvert ár en að óbreyttum þeim framlögum sem tilgreind eru í Búnaðarlagasamningi er miðað við að framlög yfir fimm ára tímabil geti orðið allt að 36.2 m. samtals.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image