Framkvæmdastjóri Gleipnis

Framkvæmdastjóri

Gleipnir leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með yfirburðaþekkingu og áhuga á nýsköpun, rannsóknum og þróun tengdum verðmætasköpun í landbúnaði og matvælaframleiðslu með áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Framkvæmdastjóri mun hafa forystu um uppbyggingu nýsköpunar á Vesturlandi og leiða samstarf við breiðan hóp hagaðila um land allt.

Gleipnir er samstarfsverkefni á Vesturlandi þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála.

Að verkefninu standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landsvirkjun, Borgarbyggð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Orkustofnun, Breið þróunarfélag, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Símenntun á Vesturlandi, Hugheimar – frumkvöðla- og nýsköpunarsetur, Auðna tæknitorg og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

 

Helstu verkefni

  • Umsjón með daglegum rekstri
  • Stefnumótun og áætlanagerð
  • Samskipti og tengsl við hagaðila
  • Þátttaka í innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum
  • Frumkvæði og ábyrgð á öflun og fjármögnun nýrra verkefna
  • Ábyrgð á kynningu á starfsemi Gleipnis

 

Hæfniskröfur

  • Meistarapróf sem nýtist  í starfi
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði
  • Leiðtogahæfni og drifkraftur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góð tungumálakunnátta
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Meginmarkmið Gleipnis er að:

  • Styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu og stuðla þannig að aukinni framleiðslu og verðmætasköpun
  • Stuðla að auknum rannsóknum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu með öflugu samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og atvinnulíf
  • Gera landbúnað umhverfisvænni með nýtingu grænnar orku
  • Nýta betur samspil hreinnar orku og hátækni og auka þannig samkeppnishæfni fullunninna afurða
  • Auka möguleika Íslands til að takast á við áskoranir samtímans um fæðuöryggi með það að leiðarljósi að gera Ísland leiðandi þegar kemur að samspili orku og umhverfis
  • Stuðla að aukinni atvinnuþróun á Vesturlandi með áherslu á nýsköpun, matvælaframleiðslu og orkumál sem styðja við hugmyndafræðina um hringrásarhagkerfi

 

Nánari upplýsingar

Áshildur Bragadóttir nýsköpunar- og endurmenntunarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stefán Kalmansson verkefnastjóri hjá Háskólanum á Bifröst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast sendar til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar.

Caption

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image