Hin árlega Fagráðstefna skógræktar 2025 fer fram dagana 26. og 27. mars n.k. á Hótel Hallormsstað. Opnað hefur verið fyrir skráningu til 13. mars og verður hægt að skila inn veggspjöldum þangað til á netfangið
Fagráðstefna skógræktar er haldin í samstarfi Lands og skógar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Ráðstefnan er eins og heitið gefur til kynna vettvangur þekkingarmiðlunar og umræðu í skógargeiranum. Ráðstefnan hefur verið haldin frá því um aldamótin og hleypur til milli landshluta frá ári til árs. Síðast var hún haldin á Akureyri og þar áður á Ísafirði.
Þema fyrri dags ráðstefnunnar að þessu sinni verður „frá plöntu til planka“, leiðin frá ræktun skógarplöntu í gróðrarstöð allt þar til tré eru felld til timburnytja. Fjallað verður um málefnið í erindum og pallborðsumræðum. Seinni daginn verða flutt fjölbreytt erindi um hvaðeina sem snertir skóga og skógrækt, skógfræðileg og skógtæknileg efni. Einnig verða kynnt veggspjöld. Dagskrárdrög má finna á upplýsingasíðu ráðstefnunnar.
Nemendur í skógfræði og skyldum greinum greiða ekki þátttökugjald og fer skráning á Fagráðstefnu skógræktar fram hér.