Nýlega kom út Rit LbhÍ nr. 155 sem ber heitið „Fóðurgildi nokkurra nýrra grastegunda“ og eru Guðni Þorvaldsson og Tryggvi Eiríksson höfundar þess.
Nokkrar nýjar grastegundir hafa verið teknar í notkun í íslenskum landbúnaði á undanförnum árum. Fjórar þessara tegunda voru skoðaðar og bornar saman við vallarfoxgras og vallarsveifgras sem hafa verið í notkun lengi. Þetta eru tegundirnar vallarrýgresi (Lolium perenne), hávingull (Festuca pratensis), tágavingull (Festuca arundinacea) og axhnoðapuntur (Dactylis glomerata). Aðaláherslan var á fóðurgildi þessara tegunda (meltanleika, heildartréni og hráprótein) og hvernig það breytist með tíma bæði í fyrri og seinni slætti. Ritið í heild sinni má nálgast hér.