Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðslan, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtök Íslands bjuðu til hádegisfundar.

fjölmenni og fjörugar umræður á hádegisfundi

Fimmtudaginn fimmta desember var haldinn fjölsóttur hádegisfundur um Úthagann, kolefni og loftslagsbókhald.  Frummælendur voru Ólafur Arnalds, Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), Þórunn Pétursdóttir frá Landgræðslunni og Borgar Páll Bragason frá Ráðgjafarfamiðstöð landbúnaðarins (RML) en fundarstjóri var Unnur Brá Konráðsdóttir, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu. 

Frummælendur áréttuðu að moldin er uppspretta meginhluta gróðurhúsalofttegunda sem Ísland ber ábyrgð á gagnvart umheiminum og alþjóðlegum umhverfissamningum.  Mikið er vitað um losun úr votlendi en gríðarleg óvissa er um losun úr illa förnu mólendi, sem gæti mögulega verið á bilinu 2-20 milljónir CO2 ígilda á ári. 

Sé framræst votlendi og losun frá mólendi tekin í reikninginn verður sótspor kjötframleiðslu á Íslandi afar hátt, jafnvel >200 CO2 ígildi per kg dilkakjöts. Afar mikilvægt er fyrir íslenskan landbúnað að bregðast við með markvissum hætti, m.a. með endurheimt votlendis og stórfelldri endurheimt landgæða á þúsundum ferkílómetra. Með þeim hætti má kolefnisjafna íslenska landbúnaðarframleiðslu.  Landbúnaðurinn og þjóðin í heild þurfa að axla þá ábyrgð í sameiningu. Fram kom í máli Borgars að RML stefnir á að stórefla fræðslu og samvinnu um umhverfismál og loftslagsbreytingar. 

Fjörugar umræður voru í fundarlok, það sem áréttað var að stórauka þarf þekkingu á jarðveginum og kolefnishringrásinni, enda er sú óvissa sem er um losun mólendis með öllu ólíðandi.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image