Landbúnaðarháskóli Íslands og starfsmenn hans hafa hlotið þó nokkuð marga styrki nú í byrjun árs, ýmist sem aðal umsækendur eða samstarfsaðilar. Má þar nefna úthlutanir á vegum Rannís og Matvælasjóðs fyrir styrkárið 2021. Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi segir "það er einstaklega ánægjulegt hversu mikil gróska er í rannsóknastarfi innan veggja skólans og spennandi að fylgjast með þessum verkefnum áfram“. Hér á eftir má sjá verkefni sem hlotið hafa styrki nýverið.
Í úthlutun úr Rannsóknarsjóði Rannís á sviði náttúru- og umhverfisvísinda hlaut verkefni Isabel C Barrio, deildarforseti, Grasbítar á norðlægum slóðum: tengsl fjölbreytni og starfsemi styrk. Ásamt Isabel er Emmanuel Pierre Pagneux lektor meðumsækjandi.
Jón Guðmundsson lektor og Isabel eru samstarfsaðili í verkefni leitt er af Háskóla Íslands sem heitir Föst í viðjum hnignunar? Viðbrögð túndruvistkerfa við beitarfriðun. Jón er einnig samstarfsaðili í öðru verkefni sem leitt er af Háskólanum á Hólum ásamt Birni Þorsteinssyni prófessor og kallast Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi.
Veittir voru styrkir úr nýstofnuðum Matvælasjóði sem hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri hlaut styrk fyrir verkefnið Mannakorn og er unnið m.a. í samstarfi við Sandhól. Verkefnið i BIRTA Gróðurhúsalausn hlaut einnig styrk en þar er Christina Stadler lektor samstarfsaðili.
Styrki úr Markáætlun Rannís hlaut verkefnið Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld — áskoranir, leiðir og ávinningur en þar er Ása Lovísa Aradóttir prófessor í samstarfi við Landgræðsluna og HÍ.
Einnig hlaut verkefnið Staðbundin nýting hráefna í áburð – heildstæð nálgun að hringrásarhagkerfi styrk og er Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri þar samstarfsaðili.
Styrk til PhD- verkefnis hlaut Stephen Hurling en Jan Axmacher gestalektor og Hlynur Óskarsson dósent eru m.a. leiðbeinendur hans í verkefninu Útbreiðsla, stofnþróun og verndun nætursjófugla á Íslandi.