40. rampurinn vígður á Hvanneyri

Þórunn Edda klippir á borðann við vígsluna

Fertugasti rampurinn settur upp á Hvanneyri

Aðgengismál í brennidepli

Lítil vígsluathöfn var í gær fimmtudaginn 23. júní við nemendakrána Hvanneyri Pub en rampur á vegum Römpum upp Ísland var settur upp og er sá fertugasti í röðinni. Stefnt er að því að setja upp 1000 rampa um allt Ísland á næstu fjórum árum. Fulltrúar verkefnisins höfðu samband við Borgarbyggð sem tók vel í þetta verðuga verkefni og voru settir upp nokkrir í sveitarfélaginu á vegum verkefnisins. Nánar á vef Borgarbyggðar. Við vígsluna voru viðstaddir fulltrúar Borgarbyggðar, Sigrún Ólafsdóttir formaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar stýrði athöfninni, Guðveig Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar hélt stutta tölu við tilefnið og spilaði Símon Bogi Þórarinsson nokkur lög á trompet. Þá klippti Þórunn Edda Bjarnadóttir deildarfulltrúi LBHÍ á borða og prufukeyrði rampinn. Jóhanna Gísladóttir umhverfisstjóri LBHÍ og Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar héldu í borðann.

Atli Freyr og Hringur að lokinni vígslu

 

Þess má einnig geta að tveir í teymi Römpum upp Ísland eru útskrifaðir nemendur í landslagsarkitektúr frá LBHÍ þeir Atli Freyr Ríkharðsson og Hringur Hilmarsson. Teymið hélt sína áfram í Hafnafjöð á vegferð sinni um landið.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image