Rætt um framtíðarmöguleika á samstarfi við Fulbright á Íslandi. Frá vinstri Samaneh Nickayin lektor, Christian Schultze alþjóðafulltrúi, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir og Belinda Theriault framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi ásamt Míu.

Farsælt samstarf við Fulbright á Íslandi

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur verið í góðu samstarfi við Fulbright á Íslandi undanfarin ár en hlutverk þeirra er að stuðla að möguleikum á samskiptum milli Bandaríkjanna og Íslands fyrir nemendur og kennara. Fjölbreyttir styrkir eru í boði og tók Landbúnaðarháskóli Íslands m.a. á móti Prof Marie Hendrickson from Missouri University í heila önn á vegum Fulbright í upphafi árs 2020.

Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright Iceland sótti skólann heim á Hvanneyri og kynnti þau fjölmörgu tækifæri fyrir framtiðarverkefni milli Bandaríkjana og Íslands. "Dvöl Fulbright fræðimanns hjá LBHÍ á síðasta skólaári var mjög vel heppnuð og við hlökkum til að sjá aukið samstarf Fulbright við LBHí á komandi árum" segir Belinda um samstarfið. 

Christian Schultze alþjóðafulltrúi skólans tók á móti Belindu ásamt Ragnheiði I. Þórarinsdóttur rektor, Guðmundu Smáradóttur mannauðs- og gæðastjóra, Helenu Guttormsdóttur lektor og Samaneh Sadat Nickayin, nýr lektor í landslagsarkitektúr. "Landbúnaðarháskólinn og Fulbright stefna á að vinna saman og efla íslenskt-bandaríska samstarfi til framtíðar enn frekar" segir Christian að lokum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image