Hin árlegi fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal), fimmtudaginn 21. mars. Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að dagskrá ljúki eigi síðar en kl. 17:00.
Erindi þar eru fjölbreytt að vanda og greina frá niðurstöðum ýmissa rannsókna- og þróunarverkefna í sauðfjárrækt, meðal annars tengd riðu, fóðrun og meðferð, forystufé, sjúkdómum og kjötgæðum auk verðlaunaveitinga fagráðsins. Fundinum verður streymt og mun nánari upplýsingar birtast síðar.
Afmælisráðstefna Tilraunabúsins á Hesti
Í kjölfar fagþingsins stendur Landbúnaðarháskóli Íslands fyrir 80 ára afmælisráðstefnu Tilraunabúsins á Hesti. Ráðstefnan byrjar að Hesti klukkan 18:00 fimmtudaginn 21. mars með áhugaverðum erindum sem rekja sögu búsins og undirstrika mikilvægi þess fyrir íslenska sauðfjárrækt í gegnum tíðina. Að þessum erindum loknum verða veitingar og sögustund í fjárhúsunum í boði LbhÍ.
Afmælisráðstefnan mun síðan halda áfram í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal), föstudaginn 22. mars frá 9-17. Fyrri hluti dagskrárinnar gengur út á að rifja upp og skýra áhrifin af starfsemi Tilraunabúsins á Hesti síðustu 80 árin. Í seinni hluta dagskrárinnar er horft til framtíðar varðandi áherslur á komandi áratugum, hvernig búið og sú starfsemi LbhÍ og samstarfsaðila sem tengist sauðfjárrækt getur nýst greininni sem allra best.
Öll velkomin en nauðsynlegt að skrá sig
Viðburðirnir eru opnir öllum og hlökkum til þess að sjá ykkur sem flest. Meiri upplýsingar og dagskrá munu birtast í Bændablaðinu 7. mars. Hægt verður að kaupa hádegismat í mötuneytinu á Hvanneyri báða dagana en veitingar á Hesti á fimmtudagskvöldi og afmæliskaffi í lok ráðstefnunnar á föstudeginum verða í boði LbhÍ. Mjög mikilvægt er að fá skráningar í matinn fyrirfram, í síðasta lagi 15. mars, til að áætla megi fjölda sem réttast. Skráningar verða á vefsíðum/Facebook, með tölvupósti
Hlekkur á Skráningarform viðburðina