Fagráðstefna skógræktar hófst í dag en hún er haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Ráðstefnan er haldin á Hótel Geysi í Haukadal 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð. Dagurinn í dag hefst með með óhefðbundnu sniði í anda yfirskriftar ráðstefnunnar um græna ábyrga framtíð í skógrækt til 2030. Haldin verða stutt inngangserindi um þrjú eftirfarandi umfjöllunarefni og pallborðsumræður að þeim loknum.
- Skógræktarstefna til 2030
- Kolefnisbinding, ný markmið, tækifæri og vottun
- Viðarafurðir
Í lok dagsins í dag verða sunnlenskir skógar og skógartengd starfsemi skoðuð. Á seinni degi ráðstefnunnar verður boðið uppá fjölbreytta fyrirlestra og má finna nánari dagskrá á vef Skógræktarinnar.