Fagráðstefna skógræktar 2014 - Skógur og skipulag

Fagráðstefna skógræktar 2014 verður haldin á Hótel Selfossi dagana 12.-13. mars n.k. Ráðstefnan er árleg og stendur í tvo daga. Rúmlega helmingur erinda verður tengt þemanu, „skógur og skipulag“.  Ráðstefnugögn verða afhent kl. 18:00 til 20:00 þriðjudaginn 11. mars. Ráðstefnugestir eru hvattir til að mæta strax á umræddum tíma á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 9:00 á miðvikudagsmorgni.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 12. febrúar í tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 480 1825. Við skráningu þarf að taka fram hvort gist er eina eða tvær nætur og á hvaða kennitölu reikningur á að fara. Ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Hótel Selfoss. Greiða  þarf gistingu og mat á staðnum til hótelsins, en ráðstefnugjald verður innheimt af Suðurlandsskógum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image