Vísindadagur LbhÍ var haldinn með fjarfundi.

Fagdeildir skólans gefa innsýn í starfsemi sína á Vísindadegi LbhÍ

Vísindadagur LbhÍ er viðburðaröð þar sem fagdeildirnar þrjár, Ræktun & fæða, Náttúra & skógur og Skipulag & hönnun, hafa vettvang til að kynna verkefni sín og nýjustu rannsóknir fyrir samstarfsmönnum og nemendum.

Viðburðurinn er haldinn einu sinni á önn og hófst á því að Christian Schultze, rannsókna- og alþjóðafulltrú fór yfir rannsóknir í Landbúnaðarháskólanum í tölum ásamt því að stýra dagskránni sem fram fór rafrænt í gegnum fjarfundabúnað.

Jón Hallsteinn Hallsson, prófessor, Ræktun & fæða flutti erindi um Stjórn blómgunar í byggi. Helena Guttormsdóttir, dósent, Skipulag & hönnun flutti erindi sitt Aðlaðandi bæir, samkeppnishæfni og umhverfisvæn endurnýjun í Norrænum þéttbýlum. Að lokum fjallaði Ása Aradóttir, prófessor, Náttúra & skógur um verkefnið Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld — áskoranir, leiðir og ávinningur (BirkiVist).

Nánari upplýsingar um Vísindadaga LbhÍ má finna hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image