Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir því að ráða endurmenntunarstjóra við skólann. Um er að ræða fullt starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með rekstri, fjármálum og daglegri starfsemi Endurmenntunar LbhÍ
 - Umsjón með stefnumótun, þróun og uppbyggingu námskeiðsframboðs í samstarfi við hagaðila
 - Umsjón með námskeiðum og faglegu framboði Endurmenntunar LbhÍ
 - Ábyrgð á faglegri kennslu og umsýslu námskeiða
 
- Samskipti, samningagerð og miðlun upplýsinga til kennara og nemenda
 - Nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu í samstarfi við hagaðila
 - Markaðssetning námskeiðsframboðs í samvinnu við markaðs- og kynningarstjóra LbhÍ
 - Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum Endurmenntunar LbhÍ
 - Önnur tilfallandi verkefni
 
Hæfniskröfur
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, fullorðinsfræðslu eða sambærileg menntun
 - Reynsla af fjármálum og rekstri
 - Reynsla af stjórnun og stefnumótun
 - Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum
 
- Reynsla af fullorðinsfræðslu
 - Þekking á íslensku atvinnulífi sem og á helstu áherslusviðum skólans æskileg
 - Sjálfstæði, skipulagshæfni og frumkvæði
 - Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 - Reynsla af störfum úr háskólaumhverfi/opinberri stjórnsýslu er kostur
 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.04.2022
Nánari upplýsingar veitir
Guðmunda Smáradóttir, Mannauðs- og gæðastjóri LbhÍ - 
Smelltu hér til að sækja um starfið


 


