Endurmenntun: Völd og lýðræði í skipulagi

Hefur þú áhuga á að dýpka skilning þinn á því hvernig völd og hagsmunir hafa áhrif á þróun og mótun skipulags? 

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á nokkur pláss á námskeiði sem er hluti af MS námi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og metið til 4 ECTS eininga.

Á námskeiðinu er fjallað um muninn á milli fræðilegrar skipulagsvinnu (idea of planning) og raunverulegrar þróunar þéttbýlis þar sem völd og valdatafl hefur bein og óbein áhrif á skipulagsmál. 

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á flóknu samspili stefnumótunar í skipulagsmálum, íbúalýðræði og hagsmunum ólíkra hagaðilar sem oft hafa ólíkar hugmyndir um skipulagsmál. Takmarkið er að nemendur þrói með sér djúpstæðan og nothæfan skilning á því hvernig stefnumótun og skipulag eru samofin ólíkum stofnunum, hagfræðilegum og félagslegum forsendum, valdatengslum og orðræðum.

Umsóknarfrestur til og með 1. janúar 2025.

FJALLAÐ ER UM
– Hver á borgina? Hver ræður? Hver græðir og hver tapar?
– Togstreituna milli draumsýnar og veruleika í skipulagsvinnu
– Hvernig valdatafl í skipulagsvinnu getur birst í raunveruleikanum
– Afleiðingar skipulagsákvarðana m.t.t. ólíkra hagsmunaaðila
– Hvernig hagsmunaaðilar leita leiða til að hafa áhrif á framvindu skipulags
– Mikilvægi íbúalýðræðis

FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar öllum sem vilja endurmennta sig á sviði skipulagsmála, skipulagsfræðingum, arkitektum, landslagsarkitektum, sveitarstjórnarfólki, kjörnum fulltrúum í nefndum sveitarfélaga og áhugafólki um skipulagsmál. 

NÁMSMAT
70% verkefnavinna
20% kynning á verkefni
10% kynning á grein

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Kennt á Teams með tveimur staðlotum (17. jan. og 7. feb.) á fyrri vorönn 2025.  Stundaskrá og nánari upplýsingar hér. Staðlotur fara fram hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík.

KENNARI
Sverrir Örvar Sverrisson skipulagsfræðingur og verkefnastjóri hjá Vegagerðinni.

VERÐ 49.000 kr.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image