Endurmenntun: Umhirða ungskóga lau. 27. jan.

Umhirða ungskóga skiptir miklu máli og nauðsynlegt að vanda til verka við framkvæmdir og sinna skógum vel strax frá upphafi. Þannig nær skógarauðlindin að vaxa og dafna, því í vel hirtum skógi standa heilbrigð tré.

Laugardaginn 27. janúar kl. 10-16 stendur Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir dags námskeiði sem er bóklegt og verklegt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þessi árstími er valinn þar sem besti árstíminn til að vinna í skógi er á veturna þegar kaldast er. 

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir hvaða verk eru unnin við umhirðu í ungskógi, m.a. tvítoppaklippingu, uppkvistun, snemmgrisjun, tiltekt og áburðargjöf, og hvaða verkfæri þarf í einstök verk. Farið er í nærliggjandi skóglendi þar sem skógrækt er skoðuð með tilliti til þeirra þátta sem snúa að umhirðu ungskóga. 

Kennari á námskeiðinu er Valdimar Reynisson skógræktarráðgjafi en hann hefur starfað við allt sem viðkemur skógrækt, sem vélamaður, skógarhöggsmaður, verkstjóri, skógarvörður, kennari og skógræktarráðgjafi. 

Námskeiðið hentar vel öllum skógareigendum og skógarverktökum og getur einnig nýst hverjum þeim sem hyggjast vinna með ungskóga svo sem starfsmenn sveitafélaga og meðlimi skógræktarfélaga.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image