Endurmenntun: Tvö sauðfjársæðingarnámskeið framundan

Tvö sauðfjársæðingarnámskeið eru fyrirhuguð í lok nóvember, eitt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri miðvikudaginn 29. nóvember kl. 13-17 og annað á Stóra-Ármóti við Selfoss fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13-17. Kennari á námskeiðunum er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir og hefur hann kennt sauðfjársæðingarnámskeiðum Endurmenntunar LBHÍ um árabil. 

Námskeiðin hentar öllum sem hafa áhuga á að starfa við eða starfa nú þegar við sauðfjársæðingar og er sérstaklega ætlað fyrir sauðfjárbændur. Um er að ræða bæði bóklega og verklega kennslu og er kennd meðferð sæðis og verklag við sæðingar í fjárhúsi og ætlast til þess að þátttakendur geti sætt ær og sagt til um það hvernig bestum árangri verður náð að námskeiði loknu. Einnig er fjallað um sögu sauðfjársæðinga, æxlunarfærum sauðkinda lýst og greint frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Fjallað er um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingartíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin. 

Enn eru nokkur pláss laus á hvort námskeið.  

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image