Sauðfjársæðingarnámskeið á fimm stöðum á landinu

Í dag er mikil áhersla á sæðingar vernd­andi eða mögu­lega vernd­andi arf­gerðir gegn riðuveik og því mikil tækifæri fólgin í því að endurmennta sig í sauðfjársæðingum með reyndum dýralækni og kennara.

Af því tilefni mun Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á 5 námskeið á nokkrum stöðum á landinu til að koma til móts við sem flesta starfandi sauðfjárbændur og alla sem hafa áhuga á að starfa eða starfa nú þegar við sauðfjársæðingar.

Í bóklega hluta námskeiðsins er farið yfir sögu sauðfjársæðinga, æxlunarfærum sauðkinda lýst og greint frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Áhersla er lögð á að fjalla um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin.

Í verklega hlutanum er meðferð sæðis og verklega við sæðingar kennd í fjárhúsi þar sem einnig er rætt um smitvarnir, og eiga nemendur að námskeiði loknu að geta sætt ær og sagt til um það hvernig bestum árangri verður náð.

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir kennir á námskeiðinu og hefur hann áralanga reynslu af að kenna sauðfjársæðingar á vegum Endurmenntunar LBHÍ.

Skráning og allar nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LBHÍ

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image