Endurmenntun: Ráðgjöf og fræðsla um jarðvinnslu og áburðargjöf

Búnaðarsamböndum stendur til boða að fá til sín þriggja til fjögurra klukkustunda fræðsluerindi um jarðvinnslu og áburðargjöf á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands gegn hóflegu gjaldi.

Haukur Þórðarson kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands mun mæta á svæðið og veita ráðgjöf og fræðslu um mikilvægi vandaðrar jarðvinnslu í landbúnaði, beitingu jarðvinnsluvéla, skynsemi við beitingu þeirra og stillingar og vinnu við jarðvinnslutækni. Einnig mun hann ræða um áburð, áburðardreifingu og nýtingu áburðar. Gefið verður gott svigrúm fyrir umræður og fyrirspurnir.

Hægt er að beina fyrirspurnum til Endurmenntunar í síma 433 5000 eða senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image