Lífrænn úrgangur

Endurmenntun - ný úrræði í meðhöndlun og nýtingu á lífrænum úrgangi

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgang sem nýta má sem næringarefni. Á námskeiðinu Ný úrræði í meðhöndlun og nýtingu á lífrænum úrgangi er farið í grunnatriði og meginstefnur í meðhöndlun lífræns úrgangs, bæði hér á landi og erlendis. Þróun í meðhöndlun lífræns úrgangs er skoðuð, fjallað um lög og reglugerðir, skilgreiningar og hugtök, mismunandi leiðir og útfærslur við meðhöndlun úrgangs, umhverfis- og samfélagsleg áhrif sem og samlegðaráhrif aðgerða við nýtingu úrgangs. Farið er í skoðunarferð til nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi ef aðstæður leyfa.

Markmið námskeiðsins er að leggja áherslu á heildræna nálgun í meðhöndlun úrgangs og þá sérstaklega með tilliti til lífræns úrgangs og hvaða aðilar koma að málum. Þátttakendur fræðast um þann orkusparnað sem getur orðið við endurvinnslu úrgangs í hringrásarhagkerfi og nýjar leiðir sem hafa verið að þróast við meðhöndlun lífræns úrgangs.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja dýpka þekkingu sína og skilning á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í meðhöndlun á lífrænum úrgangi og því hvernig einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geta lagt sitt af mörkum við að loka hringrás lífrænna (úrgangs)efna, auka nýtni næringarefna m.a. sem áburð í landbúnaði og draga úr útgjöldum ríkis og sveitarfélaga. 

Nánari upplýsingar og skráning: vefur Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image