Í nútíma samfélagi gengur allt frekar hratt fyrir sig og lítill tími gefst til þess að huga að samspili manns og náttúru. En kröfur um efnisleg gæði þurfa ekki að stangast á við jákvætt sambýli við náttúruna. Maðurinn er jú hluti af umhverfinu og óskir hans og hagsmunir geta vel farið saman við hagsmuni umhverfisins.
Á námskeiðinu Vistmenning læra þátttakendur að tileinka sér hugmyndafræði vistmenningar, tengja hana við eigin aðstæður og finna leiðir til að létta sér lífið, auka afkastagetu (output) með sem minnstum tilkostnaði (input). Á námskeiðinu er fjallað um hvernig ýmsir þættir daglegs lífs, svo sem skipulag, hönnun, samgöngur, neysla, nytsemi, siðfræði, hefðir og félagsleg tengsl tengjast og hvernig við mannfólkið getum lagt okkar af mörkum til að efla vistkerfi jarðar.
Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu og skilning þátttakenda á hugmyndafræði vistmenningar og hvernig einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geta lagt sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið, bæta lífsgæði og stuðla að hagkvæmari nýtingu auðlinda.
Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynna sér hugmyndafræði vistmenningar, tengja hana við eigin aðstæður og meta hvernig hægt er að tileinka sér hugmyndafræðina með einföldum hætti. Þátttakendur fá innsýn í hvernig vistmenning tengist ýmsum þáttum dagslegs lífs, svo sem skipulagi, hönnun, samgöngum, neyslu, nytsemi, hefðum og félagslegum tengslum, og hvernig nýta megi auðlindir jarðar á sjálfbæran hátt.
Nánari upplýsingar og skráning: vefur Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.